Menningarráð

31. fundur 30. maí 2012 kl. 14:00 - 15:45 á skrifstofu sviðsstjóra
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Hlín Torfadóttir Aðalmaður
  • Ásdís Gunnlaugsdóttir Varamaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Þóra Rósa Geirsdóttir boðaði forföll og Ásdís Gunnlaugsdóttir kom á fundinn í hennar stað.

Undir lið 1 sat Íris Ólöf Sigurjónsdóttir fundinn.

1.Styrkumsóknir í Menningar- og viðurkenningasjóð 2012

Málsnúmer 201202001Vakta málsnúmer

a) Ábendingar varðandi úthlutun. Undir þessum lið kom Íris Ólöf á fundinn til þess að ræða úthlutanir sjóðsins. Íris vék af fundi. b) Tekin var fyrir styrkumsókn frá Ármanni Einarssyni fyrir hönd Tónlistarskólans vegna kostnaðar við útgáfu geisladisks með öllum leik- og grunnskólabörnum Dalvíkurbyggðar. Menningarráð styrkir verkefnið um 100.000 kr. með vísan á lið 05-81-9110 og þakkar Ármanni jafnframt fyrir þá miklu vinnu sem hann hefur lagt í þetta metnaðarfulla verkefni.

2.Ársskýrsla 2011

Málsnúmer 201205023Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi ársskýsla Bókasafns Dalvíkurbyggðar. Lagt fram.

3.Siðareglur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201203046Vakta málsnúmer

Teknar voru til umsagnar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Dalvíkurbyggðar. Menningarráð fagnar reglunum og gerir ekki athugasemdir við þær.

4.Menningarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201205072Vakta málsnúmer

Tekin var til umfjöllunar menningarstefna Dalvíkurbyggðar og hvernig væri hægt að auka áhrif íbúa sveitarfélagsins á hana og innleiðingu.Ákveðið var að stefna að opnum fundi/málþingi í haust um menningarstefnuna og hvaða leiðir eru færar til innleiðingar og til virkrari þátttöku íbúa. Formanni og sviðsstjóra falið að hefja undirbúning sem farið verður yfir á næsta fundi ráðsins.

5.Önnur menningarmál 2012

Málsnúmer 201202115Vakta málsnúmer

a) Sigurlaug Stefánsdóttir safnsstjóri Bóka- og héraðsskjalasafns hefur látið af störfum. Sigurlaugu eru þökkuð störf  í þágu sveitarfélagsins og óskað velfarnaðar.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Hlín Torfadóttir Aðalmaður
  • Ásdís Gunnlaugsdóttir Varamaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs