Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2018

Málsnúmer 201805030

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 117. fundur - 11.05.2018

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2018.
Samkvæmt fyrri samþykktum og skoðanakönnunum leggur landbúnaðarráð til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 7. til 9. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 14. til 16 september. Framvegis verður reiknað með að önnur og þriðja helgi í september verði fastar gangnahelgar.

Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 6. október og 7. október.


Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 120. fundur - 17.08.2018

Með innsendu erindi dags. 4. ágúst 2018 óskar fjallskilanefnd Árskógsdeildar eftir breytingum á gangnafyrirkomulagi.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlagðar óskir um breytingu á gangnafyrirkomulagi.
Ráðið vill ennfremur minna á eftirfarandi atriði:

Skipulag gangna og rétta hér á landi er félagsleg framkvæmd skv.
afréttarlögunum nr./1986 með síðari breytingum, undir stjórn
bæjar- og sveitastjórna um land allt. Fjallskilanefndum er síðan
falið að sjá um framkvæmdina í umboði þeirra í samræmi við
fjallskilasamþykkt sveitarfélaga.

Samkvæmt 19.gr fjallskilasamþykktarinnar ber gangnaforingjum skylda til að tilkynna fjallskilastjóra um gangnarof. Sá sem ekki mætir eða sendir fullgildan gangnamann í göngur á þeim stað og tíma, er honum hefur verið gert að skila gangnadagsverki, telst hafa framið gangnarof. Skal hann þá greiða fyrir gangnarof í sveitar- eða fjallskilasjóð, sem svarar einu og hálfu dagsverki eins og það er metið á hverjum tíma, eftir ákvörðun
sveitarstjórnar.

Samþykkt með fimm atkvæðum