Frá Forsætisráðuneytinu; Fundur um þjóðlendumál, 30. ágúst 2018

Málsnúmer 201807081

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 872. fundur - 19.07.2018

Tekið fyrir bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett þann 9. júlí 2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið áformar að halda fund fimmtudaginn 30. ágúst n.k. á Akureyri um málefni þjóðlendna og er nú haldinn í fimmta sinn. Að þessu sinni er einnig ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda á fundinn.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sem og að erindið verði tekið fyrir í landbúnaðarráði til upplýsingar.

Landbúnaðarráð - 120. fundur - 17.08.2018

Tekið fyrir bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett þann 9. júlí 2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið áformar að halda fund fimmtudaginn 30. ágúst n.k. á Akureyri um málefni þjóðlendna og er nú haldinn í fimmta sinn. Að þessu sinni er einnig ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda á fundinn.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.