Staða sauðfjárbænda

Málsnúmer 201712097

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 115. fundur - 21.12.2017

Til umræðu staða sauðfjárbænda í Dalvíkurbyggð
Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir, að hafa þurft að taka á móti allt að 45 % skerðingu afurðaverðs á síðastliðnum tveimur árum og nú þegar eru margir bændur farnir að finna fyrir mjög hörðum innheimtuaðgerðum þar sem þeir hafa ekki getað staðið við áður gerða samninga sem tóku mið af væntanlegum afurðaverðsgreiðslum vill landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar koma eftirfarandi á framfæri.

Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar samþykkir að skora á nýskipaðan landbúnaðarráðherra að beita sér af hörku fyrir því að lausn finnist á málefnum sauðfjárbænda þar sem málið þolir enga bið lengur.

Afrit sent formönnum stjórnarflokka ríkisstjórnar Íslands.