Fundargerð fjallskilastjórnar Fjallabyggðar nr. 2/2017

Málsnúmer 201710061

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 114. fundur - 16.11.2017

Til umræðu endurrit úr fundargerð Fjallskilastjórnar Fjallabyggðar er varðar sauðfjárveikivarnir sem barst sveitarfélaginu dags. 17. október 2017.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar vill árétta að umræddur fjárbóndi tilheyrir Dalvíkurdeild, en Vámúli(Ólafsfjarðarmúli) er afréttur Dalvíkurdeildar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að umræddur fjárbóndi sleppi sínu fé í múlann. Engin fjárbóndi í Svarfdæladeild sleppir sínu fé í múlann enda hafa þeir ekki heimild til þess. Ráðið vill benda á að víðar er greiðari leið fyrir fé úr Dalvíkurdeild yfir fjallgarðinn milli Dalvíkurdeildar og Fjallabyggðar. Ráðið vill einnig benda á að Héraðsdýralæknir er yfirmaður hvað varðar sauðfjárveikivarnir en ekki sveitarfélögin.
Afrit af þessari bókun send fjallskilastjórn Fjallabyggðar og héraðsdýralækni.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 115. fundur - 21.12.2017

Til kynningar svar MAST vegna erindis frá fjallskilastjórn Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar.