Fjallgirðing Árskógsströnd 2017

Málsnúmer 201705139

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 113. fundur - 14.09.2017

Til umræðu vinna og fyrirkomulag endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Landbúnaðarráð - 114. fundur - 16.11.2017

Til umræðu vinna og fyrirkomulag endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd
Ráðið felur sviðsstjóra að kynna tillögur að samkomulagi við umræddan landeiganda samkvæmt umræðum á fundinum sem í framhaldinu verður lagt fyrir ráðið á næsta fundi.
Ráðið felur einnig sviðsstjóra að ganga frá yfirlýsingu samkvæmt þeim breytingum sem gerðar voru sem tekin verður fyrir á næsta fundi til samþykktar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 115. fundur - 21.12.2017

Til kynningar yfirlýsing vegna endurnýjunar á fjallgirðingu á Árskógsströnd ofl.
Ráðið samþykkir framlagða yfirlýsingu og felur sviðsstjóra í framhaldi af samkomulagi við landeiganda að ganga frá undirritun yfirlýsingar við alla þá landeigendur sem eru aðilar að fjallgirðingarsjóðnum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 116. fundur - 15.03.2018

Til umræðu yfirlýsingar vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd og áframhaldandi vinna við endurnýjun á girðingunni.
Ráðið felur sviðsstjóra að semja bréf til landeigenda á Árskógsströnd varðandi bindandi samkomulags hvað varðar fjallgirðingar.

Samþykkt sammhjóða.

Landbúnaðarráð - 123. fundur - 13.12.2018

Til umræðu samantekt á kostnaði við endurnýjun fjallgirðingar.
Umræðu frestað til næsta fundar.