Fjallgirðingarmál 2021

Málsnúmer 202102062

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 137. fundur - 16.02.2021

Til umræðu fjallgirðingarmál 2021
Lögð fram til kynningar samantekt fjallgirðinga í Dalvíkurbyggð sem send var Vegagerðinni.
Einnig farið yfir áætlun 2021 fyrir fjallgirðingar í Dalvíkurbyggð.

Landbúnaðarráð - 138. fundur - 29.04.2021

Farið yfir áætlanir um endurnýjun og viðhald á fjallgirðingum í Dalvíkurbyggð 2021.
Landbúnaðarráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum sviðsins og formanni ráðsins að gera verðkönnun vegna lagfæringa og uppsetningar á fjallgirðingum.

Landbúnaðarráð - 139. fundur - 03.06.2021

Verðkönnun vegna endurnýjunar fjallgirðingar á Árskógsströnd var send út á tvo aðila í byrjun maí. Eitt tilboð barst í endurnýjunina; frá EB ehf.
Landbúnaðarráð leggur til að gengið verði til samninga við EB ehf.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 139. fundi landbúnaðarráðs þann 3. júní sl. var eftirfarandi bókað;
"Verðkönnun vegna endurnýjunar fjallgirðingar á Árskógsströnd var send út á tvo aðila í byrjun maí. Eitt tilboð barst í endurnýjunina; frá EB ehf. Landbúnaðarráð leggur til að gengið verði til samninga við EB ehf. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs um að gengið verði til samninga við EB ehf. um endurnýjun fjallgirðingar á Árskógsströnd.

Landbúnaðarráð - 141. fundur - 23.09.2021

Farið yfir stöðu á fjallgirðingum í sveitarfélaginu.