Heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 1809078

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 103. fundur - 18.09.2018

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að verkefnið haldi áfram og samningur við Embætti landlæknis verði endurnýjaður. Einnig leggur ráðið til að skipaður verði nýr starfshópur með þremur aðilum auk íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Ráðið leggur til að Jóhann Már Kristinsson verði fulltrúi íþrótta- og æskulýðsráðs í vinnuhópnum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við núverandi starfshóp og kanna hvort áhugi sé fyrir hendi að halda áfram og ræða einnig við aðra áhugasama og leggja fram tillögur fyrir næsta fund ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 105. fundur - 04.12.2018

Farið yfir stöðuna á verkefninu Heilsueflandi samfélag. Það er skilningur Embætti Landlæknis að ekki þurfi að gera nýjan samning. Eldri samningur framlengist á meðan samningsaðilar segja honum ekki upp.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 108. fundur - 05.02.2019

Farið yfir stöðuna á verkefninu Heilsueflandi samfélag. Verið er að skipa nýjan vinnuhóp og verður vinnuhópurinn kallaður saman við fyrsta tækifæri.
Lagt fram til kynningar.