Íþrótta- og æskulýðsráð

70. fundur 08. september 2015 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Kristinn Ingi Valsson Formaður
 • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
 • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
 • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019

Málsnúmer 201505076Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016-2019.

2.Reglur um hvatagreiðslur

Málsnúmer 201507004Vakta málsnúmer

Reglur um hvatagreiðslur voru ræddar þó aðallega um lágmarkstíma viðkomandi frístundastarfs sem verður styrkhæft.Í reglunum segir að til að teljast styrkhæft starf þarf starfsemin að ná yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur og þá aldrei minna en ein æfing í viku. Undantekning frá þessu eru sundnámskeið eða námskeið sem kennd eru á skemmri tíma en eru a.m.k. 20 klst.Styttri námskeið ná alla jafna ekki að uppfylla þessi skilyrði og njóta því börn sem stunda slík námskeið ekki styrkja fyrir það.Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gera breytingar á reglunum sem tekur á undantekningum á tímaramma námskeiða. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að útfæra reglurnar miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

3.Gjaldskrár 2015 - Fræðslu- og menningarsvið

Málsnúmer 201508056Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gjaldskrár hækki að jafnaði um 3% þó þannig að það námundist við heppilegar tölur.

Einnig er samþykkt að gjald fyrir tjaldsvæðið í Árskógi verði innifalið í leigu þegar húsnæðið er leigt út og að öryrkjar utan Dalvíkurbyggðar greiði kr. 200 í sund.

4.Laun nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201509031Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskuýðsfulltrúi lagði fram tillögu að 3% hækkun launa nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar sumarið 2016:Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillöguna og að laun nemenda hækki um 3% og verði eftirfarandi árið 2016:

8. bekkur kr. 474

9. bekkur kr. 548

10. bekkur kr. 657

5.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2016

Málsnúmer 201505138Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.

Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma. Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma þegar búið er að taka tillit til kr. 8.629.000 færslu á ramma vegna breytinga á bókuðum kostnaði Vinnuskóla.

Ramminnn er eftirfarandi:Rammi (290269-8460 169)
281.969.200Íþrótta- og æskulýðsráð
5.067.000

Æskulýðsfulltrúi
12.197.000

Heilsueflandi Dalvíkurbyggð
1.500.000

Leikvellir
-

Sumarnámskeið
150.000

Vinnuskóli
10.800.000

Víkurröst félagsmiðstöð
18.900.000

Íþróttamiðstöð
138.073.000

Ungmennaráð
485.000

Rimar
8.419.000

Árskógur
12.500.000

Sundskáli Svardæla
4.000.000

Styrkir v/ æskulýðsmála
68.825.000

Sparkvöllur
1.053.000Samtals
281.969.000Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu sviðsstjóra á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir.6.Samningar við íþróttafélög 2016-2019

Málsnúmer 201501151Vakta málsnúmer

Farið var yfir samninga við íþróttafélögin. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að senda íþróttafélögum drög að samningunum til umsagnar og yfirlestrar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
 • Kristinn Ingi Valsson Formaður
 • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
 • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
 • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi