Laun nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201509031

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 70. fundur - 08.09.2015

Íþrótta- og æskuýðsfulltrúi lagði fram tillögu að 3% hækkun launa nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar sumarið 2016:



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillöguna og að laun nemenda hækki um 3% og verði eftirfarandi árið 2016:

8. bekkur kr. 474

9. bekkur kr. 548

10. bekkur kr. 657

Íþrótta- og æskulýðsráð - 71. fundur - 06.10.2015

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti samanburð launa vinnuskóla við önnur sveitarfélög. Laun eru í sumum tilfellum hærri og sumum lægri.

Íþrótta- og æskulýðsráð stendur við fyrri bókun og leggur til að laun nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar hækki um 3% fyrir árið 2016.

Byggðaráð - 753. fundur - 15.10.2015

Á 71. fundi íþrótta - og æskulýðsráðs þann 6. október 2015 var eftirfarandi bókað en þessu máli var vísað úr sveitarstjórn þann 15. september 2015 til ráðsins aftur til skoðunar:

"íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti samanburð launa vinnuskóla við önnur sveitarfélög. Laun eru í sumum tilfellum hærri og sumum lægri. Íþrótta- og æskulýðsráð stendur við fyrri bókun og leggur til að laun nemenda Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar hækki um 3% fyrir árið 2016."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækkun launa Vinnuskóla 2016 verði 6,95% sem er hækkun á launavísitölu yfir 12 mánaða tímabil.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka fjárhagsramma Vinnuskóla, deild 06-27, um kr. 186.000 vegna þessa.

Byggðaráð beinir því til íþrótta- og æskulýðsráðs að laun Vinnuskóla verði framvegis tengd ákveðnum viðmiðum, s.s. þróun á launavísitölu.