Íþrótta- og æskulýðsráð

45. fundur 16. apríl 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gyflfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Starfsmannakönnun fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201303200Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála fór yfir helstu niðurstöður starfsmannakönnunar. Könnunin sýnir mjög jákvæðar niðurstöður. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar kynninguna og fagnar góðri niðurstöðu.

2.Þjónustuhús tjaldsvæðis-vallarhús

Málsnúmer 201302019Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti vinnu sem farið hefur fram við hönnun og uppbyggingu á tjaldsvæðis og vallarhúsi. Starfandi er faghópur skipaður Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra, Jóni Inga Sveinssyni fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði, Dagbjörtu Sigurpálsdóttur formanni íþrótta- og æskulýðsráðs, Kristjáni Hjartarsyni formanni byggðarráðs og Árna Jónssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Unnið hefur verið að þarfagreiningu og er það mat hópsins að mikilvægt er að að bæta aðstöðu tjaldsvæðis bæði þegar kemur að útisvæði og inniaðstöðu. Tilllögur liggja fyrir um uppbyggingu á tjaldsvæði sem hægt er að hefja strax í sumar en mikilvægt er að ráðist verði í aðgerðir sem fyrst. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að unnið verði áfram að þessu máli.

3.Velferðarsjóður ungmenna

Málsnúmer 201212043Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynntu vinnu við undirbúning á stofnun á velferðarsjóði ungmenna. Ábendingar hafa borist frá íþróttafélögum í Dalvíkurbyggð. Næstu skref er að halda kynningar- og umræðufund með íþróttafélögunum.

4.Landsmót UMFÍ 50 2015. Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 201302028Vakta málsnúmer

Á 44 fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað. ”Rætt var um kosti og galla þess að halda Landsmót 50+ árið 2015.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að sækja ekki um að þessi sinni.“ Sveitarstjórn óskaði eftir því að ráðið myndi endurskoða ákvörðun sína. Frekari umræður áttu sér stað en ónákvæmni gætti í síðustu bókun þar sem sveitarfélög eru ekki umsóknaraðili heldur héraðssambönd.  Því óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að stjórn UMSE taki málið til umfjöllunar og taki afstöðu hvort það sé tímabært að sækja um að nýju vegna Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2015 enda UMSE formlegur umsóknaraðili.

5.Hvatagreiðslur til íþróttaiðkunar

Málsnúmer 201303201Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynntu niðurstöðu undirbúningsvinnu vegna undirbúnings á innleiðingu á hvatagreiðslum vegna íþrótta- og tómstunda í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að útfæra reglur.

6.Íþrótta- og tómstundastarf ungmenna 2013

Málsnúmer 201301065Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynnti niðurstöður könnunar um ástundun í íþrótta- og tómstundastarfi barna og ungmenna í Dalvíkurbyggð sem framkvæmd var í byrjun febrúar 2013. 

7.Frá Barna- og ungmennaráði UMFS. Vantar æfingaaðstöðu á Dalvík fyrir yngri flokka í fótbolta í sumar.

Málsnúmer 201304042Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð tók til umfjöllunar erindi frá barna- og unglingaráði UMFS sem vísað er á byggðarráð dagsett 12. apríl 2013.  Í fundargerð frá 40. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar 11. nóvember 2012 var tekið til umfjöllunar samningamál við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð. Þar er sérstaklega bent á að gera þurfi ráð fyrir endurbótum á æfingarsvæði í fjárhagsáætlun 2013. "Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að þrátt fyrir að ekki hafi náðst enn að gera úttekt á íþróttasvæði UMFS geri bæjarráð ráð fyrir fjármagni við fjárhagsáætlun 2013 til endurbóta á neðra svæðinu/æfingavellinum." Íþrótta- og æskulýðsráð ítrekar afstöðu sína til uppbyggingar á æfingarsvæði og að unnið verði að lausnum fyrir sumarið 2013 í samstarfi við barna- og unglingaráð UMFS.  

8.Vorfundur 2013

Málsnúmer 201304045Vakta málsnúmer

Vorfundur íþrótta-og æskuýðsráðs og íþróttafélaga verður haldinn í Árskógi þriðjudaginn 7. maí kl. 16:00. Ársskýrslur og ársreikningar eru að skila sér inn til yfirlestrar og verða sendar út á fulltrúa til yfirlestrar á næstu dögum.

9.Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201301064Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmál kynntu niðurstöðu fræðsluferðar til Landlæknisembættisins vegna undirbúnings á gerð lýðheilsustefnu. Niðurstöður þeirrar ferðar er góður grunnur fyrir áframhaldandi vinnu. Jafnframt leggur íþrótta- og æskuýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmál að bætt verði við einum fagaðila í undirbúningshóp við gerð lýðheilsustefnu en það er Harpa Rut Heimisdóttir íþróttafræðingur. "Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tilnefningu Hörpu Rutar". 

10.Ungmennaráð- erindisbréf

Málsnúmer 201302117Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti vinnu við endurskipulagningu á hlutverki ungmennaráðs og hlutverki þess í stjórnkerfi Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gyflfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi