Hvatagreiðslur til íþróttaiðkunar

Málsnúmer 201303201

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 45. fundur - 16.04.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynntu niðurstöðu undirbúningsvinnu vegna undirbúnings á innleiðingu á hvatagreiðslum vegna íþrótta- og tómstunda í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að útfæra reglur.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 47. fundur - 07.05.2013

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynntu drög að reglum vegna hvatagreiðslna. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drög að reglum og vísar þeim til afgreiðslu sveitastjórnar.

Byggðaráð - 666. fundur - 13.06.2013

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 8:15 Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 47. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. maí 2013 samþykkti ráðið drög að reglum vegna hvatagreiðslna og á 247. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí 2013 voru reglurnar samþykktar.

Byggðarráð hefur samþykkt að leggja til kr. 3.000.000 viðauka við fjárhagsáætlun 2013 vegna hvatagreiðslna samkvæmt ofangreindum reglum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi hvatagreiðslur sem og gildandi styrktarsamningar við 8 íþrótta- og tómstundafélög fyrir árin 2013-2015.

Til umræðu framkvæmdin á ofangeindu árið 2013 og næsta ár.

Hildur Ösp og Árni viku af fundi kl.08:50.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 48. fundur - 19.06.2013

Með fundarboði fylgdu reglur um hvatagreiðslur sem samþykktar voru á 47. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs.  Jafnframt fylgdu útreikningar um iðkun og hvað áætlað er að upphæðin sem er á fjárhagsáætlun dugi fyrir hárri niðurgreiðslu. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir minniháttar breytingar á reglunum og  leggur til að hvatagreiðslurnar verði 1400 kr. á mánuði samkvæmt reglunum fyrir tímabilið september til desember 2013. Við fjárhagsáætlanagerð 2014 verði upphæð þess árs ákveðin.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 51. fundur - 03.12.2013

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi leggja til að hvatagreiðslur verði óbreyttar fram til 31. maí 2014. Íþrótta- og æskuýðsráð samþykkir tillöguna.