Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201301064

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 43. fundur - 05.02.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti undirbúning og vinnuferli á gerð Lýðsheilsustefnu fyrir Dalvíkurbyggð og ósk um að geta kallað til fulltrúa úr íþrótta- og æskulýðsráði inni í vinnuferlið. Íþrótta- og æskulýðsráð tilnefnir Jón Inga Sveinsson sem sinn fulltrúa. Friðjón Árni Sigurvinsson verður hans varamaður. Jafnframt er óskað eftir að sveitarstjórn tilnefni einn fulltrúa í vinnuhópinn. 

Íþrótta- og æskulýðsráð - 44. fundur - 05.03.2013

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um gerð lýðheilsustefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Starfshópurinn samanstendur af Árna Jónssyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, Heiðu Hringsdóttur varamanni í sveitarstjórn og Jóni Inga Sveinssyni fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði. Starfshópurinn mun  kalla aðra einstaklinga á fundi sína en jafnframt mun hópurinn standa fyrir málþingi um lýðheilsumál sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili stöðuskýrslu fyrir 1. júní nk. en drög að stefnunni verði tilbúin fyrir umfjöllun fagráðanna 1. september 2013. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 45. fundur - 16.04.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmál kynntu niðurstöðu fræðsluferðar til Landlæknisembættisins vegna undirbúnings á gerð lýðheilsustefnu. Niðurstöður þeirrar ferðar er góður grunnur fyrir áframhaldandi vinnu. Jafnframt leggur íþrótta- og æskuýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmál að bætt verði við einum fagaðila í undirbúningshóp við gerð lýðheilsustefnu en það er Harpa Rut Heimisdóttir íþróttafræðingur. "Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tilnefningu Hörpu Rutar". 

Íþrótta- og æskulýðsráð - 48. fundur - 19.06.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti  þá vinnu sem þegar hefur farið fram og hvað er framundan en stefnt er að málþingi um lýðheilsumál í sveitarfélaginu í haust. Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar upplýsingarnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 50. fundur - 01.10.2013

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi  fór yfir vinnu starfshóps um Lýðheilsustefnu - heilsueflandi samfélag. En stefnt er á að fyrsta stigi vinnunnar ljúki á þessu ári og er stefnt að opnu málþingi í framhaldinu.  

Íþrótta- og æskulýðsráð - 54. fundur - 04.03.2014

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi Dalvíkurbyggð. Sótt hefur verið um styrk í Lýðheilsusjóð til innleiðingar á verkefninu.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gerður verði samningur við Embætti Landlæknis um að Dalvíkurbyggð verði heilsueflandi samfélag og felur sviðssjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að ganga frá samningi þess efnis. Einnig leggur ráðið til að starfshópurinn starfi áfram á meðan verkefnið stendur. Jafnframt lýsir íþrótta- og æskulýðsráð ánægju sinni með málþingið og starf vinnuhópsins sem og annarra sem komið hafa að verkefninu.