Samningar við íþróttafélög 2024-2027

Málsnúmer 202302023

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 146. fundur - 07.02.2023

Samningar Dalvíkurbyggðar við íþróttafélögin rennur út um næstu áramót. Hefja þarf vinnu við endurnýjun á þeim sem fyrst.
Íþrótta- og æskulýðfulltrúi telur vera talsverða sátt um núverandi samninga. Íþrótta- og æskulýðsráð mun því vinna nýja samninga út frá grunni á gildandi samningum. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir athugasemdum við núverandi samninga frá íþróttafélögum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 147. fundur - 07.03.2023

Búið er að senda á íþróttafélögin ósk um athugsemdir við núverandi samninga. Óskað er eftir því að þau skili inn athugasemdum eigi síðar en 30. mars nk. Málið verðu tekið upp aftur á næsta fundi ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 148. fundur - 04.04.2023

Farið var yfir samninga við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð. Samningar renna út um næstu áramót og stefnt er að því að vera búinn með vinnu við samnningana í haust svo hægt verði að koma kostnaði við þá tímanlega inn í vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs.
Félögin hafa flest skilað inn athugsemdum og unnið var með þær athugasemdir á fundinum.
Grunnur að samningi með almennum ákvæðum verður lagður fram á vorfundi ráðsins með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 151. fundur - 05.09.2023

Farið yfir samninga við íþróttafélögin sem renna út um áramót. Áframhaldandi vinna á næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 152. fundur - 03.10.2023

Unnið var í þessum lið undir starfs- og fjárhagsáætlun. Stefnt er að því að samningar verði gerðir fyrir árið 2024 og eftir það verði gerðir samningar til 4 ára.