Umsókn um Landsmót UMFÍ 50

Málsnúmer 201205089

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 37. fundur - 21.06.2012

Framkvæmdastjóri UMSE Þorsteinn Marinósson mætti á fundinn og kynnti erindi vegna umsóknar á framkvæmd Landsmóts 50+ fyrir árin 2013 eða 2014. Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs óskaði eftir skýringum á kostnaði vegna framkvæmdar mótsins. Þorsteinn tók það fram að kostnaður væri óverulegur helst þyrfti að bæta sandi í sandgryfjur, reita arfa og gera svæðið snyrtilegt. Tjaldsvæði Dalvíkur þarf að vera landsmótsgestum til afnota að kostnaðarlausu. Þorsteinn vék af fundi og voru bæði málefni UMSE tekin til efnislegrar umfjöllunar. Íþrótta og æskulýðsráð samþykkir að sækja um Landsmót 50+ fyrir 2013 eða 2014.