Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Bráðabirgðaendurbætur á æfingasvæði á Dalvíkurvelli.

Málsnúmer 201206003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 629. fundur - 14.06.2012

Undir þessum lið komu á fund bæjarráðs Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Björn Friðþjófsson, fulltrúi Ungmennafélags Svarfdæla.

Á 628. fundi þann 7. júní 2012 var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið kom á fund bæjarráðs Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, dagsett þann 4. júní 2012, þar sem fram kemur að æfingasvæðið á Dalvíkurvelli er næstum ónothæft og nauðsynlegt sé að fara í framkvæmdir við svæðið strax til að koma því í nothæft stand. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 2.965.000 og þar af er vinna félagsmanna við jöfnun undir þökur og útlagning á þökum metin kr. 1.650.000.

UMFS óskar eftir við bæjarráð Dalvíkurbyggðar að sveitarfélagið leggi til útlagðan kostnað eða styrk að upphæð kr. 1.315.000.

Árni vék af fundi.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að kalla eftir upplýsingum frá UMFS er varðar m.a. afstöðu félagsins til hugmynda að deiliskipulagi íþróttasvæðisins og framtíðarsýn félagsins fyrir svæðið.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi svör frá UMFS við þeim atriðum sem bæjarráð óskað eftir að fá svör og/eða skýringar við.

Til umfjöllunar ofangreint.

Björn vék af fundi.


Bæjarráð samþykkir viðauka að upphæð kr. 1.000.000 vegna styrks til UMFS vegna ofangreinds erindis, vísað á deild 06-81.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 37. fundur - 21.06.2012

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti erindisbréf til bæjarráðs vegna endurbóta á æfingarsvæði Dalvíkurvallar. Íþrótta - og æskulýðsráð tók erindið til umfjöllunar.