Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2020

Málsnúmer 202001116

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 118. fundur - 04.02.2020

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að vorfundur ráðsins verði haldinn fimmtudaginn 7.maí 2020.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir umræðuhugmyndum frá íþróttafélögum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 120. fundur - 07.04.2020

Farið var yfir stöðuna í ljósi COVID-19 og samkomubanns. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að fresta vorfundi ráðsins sem halda átti 7. maí nk. Ráðið telur þó mikilvægt að haldinn verði fundur með forsvarsmönnum allra íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð þegar samkomubanni hefur verið aflétt og æfingar hefjast aftur.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 121. fundur - 09.06.2020

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að halda fund með öllum íþróttafélögunum í Dalvíkurbyggð þriðjudaginn 1. september kl. 16:30.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 122. fundur - 01.09.2020

Undir þessum lið var fundað með fulltrúum íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð sem eru með virka starfsemi ásamt framkvæmdarstjóra UMSE.
Eftirfarandi voru mættir
Jónina Guðrún Jónsdóttir: Aðalstjórn UMFS
Ragnhildur Haraldsdóttir: Fimleikadeild UMFS
Kristinn Þór Björnsson og Garðar Níelsson: Meistaraflokkur í knattspyrnu(Dalvík/Reynir)
Gunnar Eiríksson gerði grein fyrir málum barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar UMFS
Marsibil Sigurðardóttir: Golfklúbburinn Hamar
Elín B. Unnarsdóttir: Sundfélagið Rán
Kristján Sigurðsson: Ungmennafélagið Reynir
Einar Hafliðason: Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður
Lilja Guðnadóttir: Hestamannafélagið Hringur
Gerður Olofsson: Skíðafélag Dalvíkur
Guðný Jóna Þorsteinsdóttir: Blakfélagið Rimar
Þorsteinn Marinósson:Framkvæmdarstjóri UMSE

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir nýju skráningarskjali í ÆskuRækt fyrir félögin og kynnti ákvörðun Byggðaráðs um samstarf íþróttamiðstöðvar og CDalvík og möguleika annarra aðila sem bjóða upp á heilsueflingu á samstarfi við íþróttamiðstöðina.

Fulltrúar félaganna fóru yfir rekstur og starfsemi félaganna sérstaklega með það í huga að rýna stöðuna á þessum tímapunkti í ljósi ástandins í tenglsum við Covid19.
Félögin standa mis vel og höfðu sóttvarnaraðgerðir mjög mismunandi áhrif á félögin. Allir aðilar samþykkir því að félögin munu senda inn formlegt erindi til Dalvíkyrbyggðar fyrir 1. október ef félag sér fram á að þurfa fjárhagslega aðstoð vegna þessara aðgerða stjórnvalda.