Fræðsluráð

228. fundur 22. ágúst 2018 kl. 08:00 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á Fræðslu- og menningarsviði
Dagskrá
Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla sat fundinn undir liðum 1-8. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir sat fundinn undir liðum 2-8. Arna Arngrímsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla boðaði forföll. Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla sat fundinn undir liðum 4-8. Guðríður Sveinsdóttir, fulltrúi starfsmanna grunnskóla, sat fundinn undir liðum 4-6. Valdís Guðbrandsdóttir, iðjuþjálfi, sat fundinn undir lið 6.

1.Skólanámskrár/starfsáætlanir leik- og grunnskóla 2018-2019

Málsnúmer 201806067Vakta málsnúmer

Jónína Garðarsdóttir, nýr skólastjóri Árskógarskóla, kynnti Skólanámskrá/starfsáætlun Árskógarskóla 2018-2019. Áætlunin fylgdi fundarboði.
Fræðsluráð býður Jónínu velkomna til starfa og þakkar henni fyrir góða kynningu. Skólanámskrá/starfsáætlun Árskógarskóla samþykkt með 4 atkvæðum.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir kom til fundar klukkan 8:10. Felix Rafn Felixson kom til fundar klukkan 8:15.

2.Áætlanir um innra mat skóla 2018-2019

Málsnúmer 201806041Vakta málsnúmer

Jónína Garðarsdóttir kynnti áætlun Árskógarskóla um innra mat skólaárið 2018-2019 og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, kynnti áætlun Krílakots um innra mat skólaárið 2018-2019. Áætlun Dalvíkurskóla var samþykkt á síðasta fundi fræðsluráðs.
Fræðsluráð samþykkir áætlanirnar með 5 atkvæðum.

3.Þróunarverkefni Menntamálastofnun-Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi

Málsnúmer 201808056Vakta málsnúmer

Lagt var fram bréf frá Menntamálastofnun þar sem kynnt er fyrirhugað þróunarverkefni skólaárið 2018-2019 um snemmtæka íhlutun með áherslu á málþroska og læsi. Eitt sveitarfélag mun verða fyrir valinu sem samstarfsaðili stofnunarinnar og geta sveitarfélög sótt um að hreppa hnossið. Öll sveitarfélög munu njóta góðs af þessu þróunarstarfi þegar fram í sækir.
Árskógarskóli/Kötlukot hefur lýst áhuga sínum á að taka þátt í verkefninu en Krílakot sér sér ekki fært að taka þátt. Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð sæki um að Árskógarskóli/Kötlukot verði þátttakandi í verkefninu og felur starfsmönnum fræðslusviðs og skólastjóra Árskógarskóla að sækja um fyrir 1. september.
Gísli og Guðríður komu til fundar kl. 8:45.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019-Tímarammi

Málsnúmer 201806132Vakta málsnúmer

Formaður fræðsluráðs, Gunnþór E. Gunnþórsson, kynnti tímaramma fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
Lagt fram til kynningar. Skólastjórar Dalvíkurskóla og Árskógarskóla óska eftir að dagsetning skila á þarfagreiningu launa til launafulltrúa verði endurskoðuð og henni seinkað. Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til að þetta verði tekið til skoðunar við gerð næsta tímaramma.

5.Áhrif nýrra persónuverndarlaga á skólastarf

Málsnúmer 201808054Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti helstu breytingar sem ný persónuverndarlög hafa á starf skóla.
Fræðsluráð þakkar Gísla fyrir greinargóðar upplýsingar.
Valdís Guðbrandsdóttir kom til fundar klukkan 9:30.

6.Uppbyggingarstefnan skólaárið 2018-2019

Málsnúmer 201806064Vakta málsnúmer

Valdís Guðbrandsdóttir, iðjuþjálfi og verkefnastjóri Uppbyggingarstefnunnar í Dalvíkurskóla, kynnti áætlaða vinnu hennar á næsta skólaári með skólunum í Dalvíkurbyggð og öðrum þeim stofnunum sem veita börnum og unglingum þjónustu.
Fræðsluráð þakkar Valdísi fyrir kynninguna. Fræðsluráð leggur til að verkefnastjóri Uppbygginarstefnunnar í Dalvíkurskóla verði jafnframt verkefnastjóri Uppbyggingarstefnunnar í Dalvíkurbyggð.
Valdís og Guðríður fóru af fundi 9:55.

7.Ráðning kennsluráðgjafa/sérfræðings á fræðslusviði

Málsnúmer 201807002Vakta málsnúmer

Í umboði sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs kynnti kennsluráðgjafi á fræðslusviði, Dóróþea Reimarsdóttir, ráðningu eftirmanns síns. Fjóla Dögg Gunnarsdóttir, Hólavegi 5, Dalvík hefur verið ráðin kennsluráðgjafi á fræðslusviði. Stefnt er að því að hún hefji störf sem fyrst.
Fræðsluráð býður Fjólu Dögg velkomna til samstarfs.

8.Læsisstefna Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201807006Vakta málsnúmer

Dóróþea Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynntu nýja læsisstefnu Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með stefnuna og hvetur foreldra til að kynna sér stefnuna sem birt er á heimasíðu Dalvíkurskóla á slóðinni https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Stefnur/laesisstefna-dalvikurskola.pdf
Jónína, Guðrún Halldóra og Gísli fóru af fundi kl. 10:15.

9.Gjöf frá Sæplasti

Málsnúmer 201808055Vakta málsnúmer

Sæplast Iceland ehf ætlar að færa öllum verðandi nemendum 1. bekkjar Dalvíkurskóla og Árskógarskóla skólatösku að gjöf ásamt pennaveski og reiknivél. Afhending fer fram í Sæplasti klukkan 13:00 í dag.
Fram kemur í bréfi frá Sæplast Iceland ehf að með þessu framlagi vilji fyrirtækið leggja sitt af mörkum til samfélagsins og einnig stuðla að því að allir nemendur mæti jafnir til leiks hvað skólabúnað varðar.

Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar þakkar Sæplasti Iceland ehf kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Dóróþea Reimarsdóttir starfsmaður á Fræðslu- og menningarsviði