Þróunarverkefni Menntamálastofnun-Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi

Málsnúmer 201808056

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 228. fundur - 22.08.2018

Lagt var fram bréf frá Menntamálastofnun þar sem kynnt er fyrirhugað þróunarverkefni skólaárið 2018-2019 um snemmtæka íhlutun með áherslu á málþroska og læsi. Eitt sveitarfélag mun verða fyrir valinu sem samstarfsaðili stofnunarinnar og geta sveitarfélög sótt um að hreppa hnossið. Öll sveitarfélög munu njóta góðs af þessu þróunarstarfi þegar fram í sækir.
Árskógarskóli/Kötlukot hefur lýst áhuga sínum á að taka þátt í verkefninu en Krílakot sér sér ekki fært að taka þátt. Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð sæki um að Árskógarskóli/Kötlukot verði þátttakandi í verkefninu og felur starfsmönnum fræðslusviðs og skólastjóra Árskógarskóla að sækja um fyrir 1. september.

Fræðsluráð - 230. fundur - 10.10.2018

Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs, sagði frá því að umsókn um þátttöku í þróunarverkefni Menntamálastofnunar-snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi, sem fræðsluráð samþykkti á fundi sínum 22.ágúst 2018, var hafnað.
Lagt fram til kynningar.
Bjarni Jóhann Valdimarsson og Jónína Garðarsdóttir fóru af fundi 09:11.