Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2019

Málsnúmer 201806132

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 101. fundur - 02.07.2018

Tímarammi og verkefni tengd starfs- og fjárhagsáætlunarvinnu kynnt ráðinu.

Fræðsluráð - 228. fundur - 22.08.2018

Gísli og Guðríður komu til fundar kl. 8:45.
Formaður fræðsluráðs, Gunnþór E. Gunnþórsson, kynnti tímaramma fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
Lagt fram til kynningar. Skólastjórar Dalvíkurskóla og Árskógarskóla óska eftir að dagsetning skila á þarfagreiningu launa til launafulltrúa verði endurskoðuð og henni seinkað. Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til að þetta verði tekið til skoðunar við gerð næsta tímaramma.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 102. fundur - 04.09.2018

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir áherslur við gerð starfs-og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 103. fundur - 18.09.2018

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 að upphæð 285.837.461.

Ungmennaráð - 22. fundur - 09.04.2019

Farið yfir starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.
Ungmennaráð fór yfir íþrótta- og æskulýðshluta starfsáætlunar og sérstaklega var rætt um starfsemi félagsmiðstöðvar. Ákveðið að ræða frekar um þá starfsemi í haust í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlunargerð.