Skólanámskrár/starfsáætlanir leik- og grunnskóla 2018-2019

Málsnúmer 201806067

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 228. fundur - 22.08.2018

Jónína Garðarsdóttir, nýr skólastjóri Árskógarskóla, kynnti Skólanámskrá/starfsáætlun Árskógarskóla 2018-2019. Áætlunin fylgdi fundarboði.
Fræðsluráð býður Jónínu velkomna til starfa og þakkar henni fyrir góða kynningu. Skólanámskrá/starfsáætlun Árskógarskóla samþykkt með 4 atkvæðum.

Fræðsluráð - 229. fundur - 12.09.2018

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla lagði fram og kynnti skólanámskrá og starfsáætlun Dalvíkuskóla fyrir skólaárið 2018-2019. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots lagði fram og kynnti skólanámskrá og starfsáætlun Krílakots fyrir skólaárið 2018-2019.
Námskrárnar og starfsáætlanirnar fylgdu fundarboði.
Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá/starfsáætlun Dalvíkurskóla með fimm atkvæðum og skólanámskrá/starfsáætlun Krílakots með fimm atkvæðum með þeim fyrirvara að ábendingum sem komu fram á fundinum verði fylgt eftir. Ákveðið að framvegis verði skólanámskrár/starfsáætlanir lagðar fyrir á júnífundi fræðsluráðs.
Guðríður Sveinsdóttir fór af fundi kl.9:15