Umsóknir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda vegna skólaársins 2012-2013

Málsnúmer 201207027

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 166. fundur - 12.09.2012

Í upphafi bauð formaður Ármann Einarsson nýráðinn skólastjóra velkominn.  Málefni dalvískra nemenda sem stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum. Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kynnti og hóf umræðu um þennan lið. Sviðsstjóri fór yfir söguna og Ármann fór í framhaldinu yfir hvernig málin voru leyst á þessu skólaári, en ekki er fjármagn til að leysa málefni nemenda sem eru í tónlistarnámi utan svæðis á fjárhagsáætlun.  Ármanni er falið að vinna drög að reglum um tónlistarsnám utan sveitarfélags í samvinnu við sviðstjóra.