Sumarleyfi leikskóla

Málsnúmer 201411090

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 187. fundur - 25.11.2014

Skólastjóri Kríla- og Kátakots og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs tóku til umræðu hvort rétt væri að gera skoðanakönnun hjá foreldrum um sumarlokunartíma leikskóla. Eftir að sumarlokunartíminn var lengdur í 4 vikur hefur tímasetningin tekið mið af lokunartíma stærstu vinnustaðanna í sveitarfélaginu og Fiskideginum mikla.

Ákveðið var að óska eftir ábendingum frá foreldrum varðandi útfærslu á sumarlokun leikskóla í fréttabréfi leikskólanna í desember.

Fræðsluráð - 192. fundur - 13.05.2015

Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots og Kátakots sagði að í tengslum við nýja viðbyggingu við Krílakot væri óskað eftir því að leikskólarnir lokuðu í fimm vikur í stað fjögurra sumarið 2016. Framkvæmdir munu eiga sér stað í sumarfríinu og ekki líklegt að það takist að ljúka þeim og gera leikskólann tilbúinn fyrir opnun á fjórum vikum.Fræðsluráð samþykkir beiðni um að loka Krílakoti og Kátakoti í fimm vikur eða 4. júlí-10. ágúst sumarið 2016.Fræðsluráð - 194. fundur - 29.06.2015

Í fundargerð frá 192. fundi fræðsluráðs 13.maí 2015 voru í lið 5 gerð mistök við bókun um sumarleyfi leikskóla sumarið 2016. Þar stendur að til standi að loka bæði Krílakoti og Kátakoti í fimm vikur sumarið 2016. Þetta á eingöngu við um Krílakot sem verður lokað í fimm vikur frá 4. júlí til 10. ágúst 2016 vegna framkvæmda við viðbyggingu. Kátakot verður aðeins lokað í fjórar vikur frá 11. júlí til 10. ágúst 2016.

Fræðsluráð - 213. fundur - 08.02.2017

Samkvæmt skóladagatali leikskóla Dalvíkurbyggðar, sem samþykkt var í fræðsluráði 13. apríl 2016, á sumarleyfi nemenda og starfsmanna skólanna að hefjast þann 10. júlí n.k. Óskað er eftir samþykki fræðsluráðs fyrir að sumarlokun verði frestað um eina viku og opnað aftur eftir Fiskidag eins og verið hefur undanfarin ár. Leikskólinn yrði þá lokaður frá og með 17. júlí og opnaður aftur fyrir nemendur að morgni 16. ágúst.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum þessa breytingu á skóladagatali leikskólanna.
Gunnþór vék af fundi klukkan 8:22.