Morgunhressing í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201603021

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 202. fundur - 09.03.2016

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir þeim athugunum sem hann hefur gert á möguleikum þess að á morgnana verði boðið upp á hafragraut í Dalvíkurskóla sem og ávaxtahressingu. Einnig hvað slíkt muni kosta. Gísli áætlar að gera tilraun með að bjóða upp á hafragraut í tvo mánuði fram á vor án þess að til viðbótarfjárveitingar komi og verði það foreldrum að kostnaðarlausu. Einnig verður gerð tilraun með að bjóða upp ávaxtaáskrift sem foreldrar greiða fyrir.
Fræðsluráð þakkar Gísla fyrir og fagnar því að tilraunin verði gerð.

Fræðsluráð - 207. fundur - 29.06.2016

Fundarboði fylgdi greinargerð Gísla Bjarnasonar, skólastjóra Dalvíkurskóla, um reynsluna af tveggja mánaða tilraun þar sem nemendum bauðst hafragrautur á morgnana og ávextir í áskrift.
Mikil ánægja ríkir meðal nemenda og foreldra með að boðið sé upp á hafragraut á morgnana og meiri hluti nemenda skólans nýtti sér tilboðið. Fræðsluráð felur skólastjóra og sviðsstjóra að leita leiða í samræmi við umræður á fundinum til að hægt verði að halda þessu áfram.
Guðríður og fór af fundi klukkan 10:55.

Fræðsluráð - 213. fundur - 08.02.2017

Gísli og Guðríður kom til fundar klukkan 8:40.
Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti reynsluna af því að bjóða nemendum Dalvíkurskóla upp á hafragraut á þessu skólaári.
Mikið hefur dregið úr að nemendur nýti sér tilboð um morgunverð í skólanum. Nú eru það einungis um 12% nemenda. Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að frá og með 1. mars verði hafragrautur ekki lengur í boði á þessu skólaári en staðan verði endurmetin fyrir upphaf næsta skólaárs. Ávaxtaáskrift verður óbreytt út skólaárið.