Verkfall Félags tónlistarskólakennara

Málsnúmer 201410250

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 186. fundur - 22.10.2014

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar upplýsti um stöðu mála vegna verkfalls Félags tónlistarskólakennara.

Dragist verkfall á langinn er stefnt að því að endurgreiða foreldrum/forráðamönnum skólagjöld hlutfallslega.

Magnús vék að fundi 09:55.

Fræðsluráð - 187. fundur - 25.11.2014

Rætt var um verkfall tónlistarskólakennara sem staðið hefur í fimm vikur en skrifað var undir samninga í nótt.

Fræðsluráð fagnar því að samningar hafi náðst. Ráðið leggur til að skólagjöld nemenda í tónlistarskóla verði endurgreidd hlutfallslega fyrir þann tíma sem verkfallið stóð.