Byrgjum brunninn-þróunarverkefni

Málsnúmer 201508052

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 195. fundur - 26.08.2015

Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslusviði Dalvíkurbyggðar, gerði grein fyrir þróunarverkefninu BYRGJUM BRUNNINN sem hún og Gunnhildur Helga Birnisdóttir stýrðu s.l. vetur í grunnskólum Dalvíkurbyggðar. Verkefnið fól í sér mat á stöðu nemenda í lestri og stærðfræði við upphaf grunnskóla og að strax sé brugðist við vísbendingum um veikleika í undirstöðuþáttum lestrar og stærðfræði í samstarfi við foreldra.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð þakkar Dóróþeu fyrir greinargóða og áhugaverða kynningu á verkefninu og lýsir ánægju sinni með það. Dóróþeu og Gunnhildi Helgu Birnisdóttur eru einnig færðar þakkir fyrir metnaðfulla vinnu við verkefnið. Fræðsluráð vonast til að verkefnið festist í sessi til framtíðar.
Gunnþór E. Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla vék af fundi kl 10:05.