Skólanámskrár 2015-2016

Málsnúmer 201508035

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 195. fundur - 26.08.2015

Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri og Gunnþór E. Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla komu inn á fund kl 8:45.

Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, gerði grein fyrir skólanámskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og starfi vetrarins. Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri, gerði grein fyrir skólanámskrá Krílakots og Kátakots og stöðu innritunar. Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir skólanámskrá/starfsáætlun Árskógarskóla og árganganámskrá Árskógarskóla. Námskrá Dalvíkurskóla verður tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.
Umræða varð um hugmynd að breyttri skipan varðandi eineltisteymi í Árskógarskóla og samstarf um sérfræðiþjónustu við Dalvíkurskóla. Formaður fræðsluráðs, Þórhalla F. Karlsdóttir, fylgir málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.



Fræðsluráð samþykkir skólanámskrá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, skólanámskrá Krílakots og Kátakots og skólanámskrá Árskógarskóla að undanskildu ákvæðinu um skipan eineltisteymis.
Magnús G. Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar vék af fundi kl 9:02.

Drífa Þórarinsdóttir vék af fundi kl 9:22.

Fræðsluráð - 196. fundur - 09.09.2015

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla lagði fram uppfærða skólanámskrá Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2015-2016.
Fræðsluráð samþykkir skólanámskrána eins og hún liggur fyrir. Ráðið lýsir sérstakri ánægju með þá vinnu sem átt hefur sér stað í skólanum í tengslum við markmiðssetningu námskrár og kennsluáætlana.



Fræðsluráð - 197. fundur - 07.10.2015

Gunnþór E. Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir tillögum hans að ferli eineltismála í skólanum ásamt aðgerðaráætlun eineltisteymis Árskógarskóla.
Fræðsluráð samþykkir framkomna tillögu og þar með skólanámskrá Árskógarskóla í heild sinni.