Samstarf við Fjallabyggð

Málsnúmer 201311115

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 177. fundur - 13.11.2013

Sviðsstjóri upplýsti um viðræður við Fjallabyggð sem verið hafa varðandi fyrirhugað samstarf sveitarfélaganna en í rafpósti til fræðsluráðs þann 25. október var jafnframt rætt mögulegt samstarf  varðandi stjórnun tónlistarskóla sveitarfélaganna.Með fundarboði voru drög að samningi á milli sveitarfélaganna sem og rökstuðningur fyrir mögulegum ávinningi samstarfsins.  Verði samningurinn samþykktur af báðum samningsaðilum mun Magnús G. Ólafsson verða skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.Fræðsluráð óskar eftir því að nýr skólastjóri taki til starfa sem fyrst.

Fræðsluráð - 180. fundur - 26.03.2014

Greint var frá hugmyndum um aukið samstarf á milli Fjallabyggðar og skólaskrifstofuhluta Fræðslu- og menningarsviðs.

Nýlega var haldinn fundur þar sem hugmyndir um samstarfið voru reifaðar. Enn á eftir að útfæra þær hugmyndir og kostnaðarmeta.

Fræðsluráð óskar eftir að það verði skoðað vel hvaða svigrúm er til að selja þjónustu af þessu tagi þar sem verkefni fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar eru ærin.

Fræðsluráð - 186. fundur - 22.10.2014

Lögð var fram tillaga að framlengdum samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um tónlistarskóla. Hinn framlengdi samningur er lítillega endurbættur frá hinum fyrri og mun taka gildi 1. janúar 2015. Hann verður uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara.

Fræðsluráð samþykkir samninginn og fagnar hinu góða samstarfi sem hefur verið á milli skólanna síðastliðið ár.