Fræðsluráð

253. fundur 11. nóvember 2020 kl. 08:00 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Felix Rafn Felixson varaformaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti. María Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Linda Geirdal áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Margrét Eiríksdóttir áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Erla Hrönn Sigurðardóttir fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti. Gréta Arngrímsdóttir fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

1.Skólanámskrár fyrir leik - og grunnskóla 2020 - 2021

Málsnúmer 202009012Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, fóru yfir skólanámskrá og starfsáætlun fyrir leikskólann á Krílakoti.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða skólanámskrá og starfsáætlun Krílakots með fimm greiddum atkvæðum og þakkar Guðrúnu Halldóru og Ágústu fyrir yfirferðina.
Inn á fund kl. 08:20 komu Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla,Hjördís Jóna Bóasdóttir deildastjóri í Árskógarskóla, Margrét Eiríksdóttir fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla, Gréta Arngrímsdóttir fulltrú kennari í Dalvíkurskóla og Linda Geirdal fulltrúi foreldra í Árskógarskóla.

2.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar.

3.Endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu á vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

4.Smitrakning í skólum

Málsnúmer 202009116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 26.10.2020. Leiðbeiningar um smitrakningu í skólum.
Lagt fram til kynningar.

5.Viðbrögð skóla við kórónuveiru COVID - 19

Málsnúmer 202003021Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots upplýstu fræðsluráð hvernig skólarnir skipulögðu sitt starf í skertu samkomubanni og auknum sóttvörnum.
Fræðsluráð þakkar starfsfólki skólanna fyrir vel unnin störf, þrautseigju, útsjónarsemi og gott upplýsingaflæði við erfiðar aðstæður.

6.Umsókn um ytra mat á leikskólum

Málsnúmer 202010121Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Menntamálastofnun dags. 27.10.2020. Umsókn um ytra mat á leikskóla 2021.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð telur ekki tímabært að sækja um ytra mat í leikskólum fyrir árið 2021.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir,Ágústa Kristín Bjarnadóttir,Erla Hrönn Sigurðardóttir og María Jónsdóttir fóru af fundi kl. 09:06

7.Umferðarfræðsla í Grunnskóla

Málsnúmer 201906018Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Hjördís Jóna Bóasdóttir deildastjóri fóru yfir hvernig umferðarfræðslu er háttað í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð þakkar Friðriki og Hjördísi fyrir upplýsingarnar og ráðið telur afar mikilvægt að lögregla komi að þessari fræðslu í samstarfi við skólana.
Felix Rafn Felixson fór af fundi 09:30.

8.Skólapúlsinn - niðurstöður úr Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201901018Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla fór yfir niðurstöður úr Skólapúlsinum sem er nemendakönnun í 6. - 10. bekk Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar og fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir yfirferðina.

9.Niðurstöður samræmdra prófa

Málsnúmer 201905008Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í grunnskólum Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar og fræðsluráð þakkar Friðriki fyrir yfirferðina.

10.Fundagerð aðalfundar Foreldrafélags Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202011026Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð leggur til við skólastjóra Dalvíkurskóla að lögð verði fyrir könnun til að kanna hug foreldra um fyrirkomulag nestismála/morgunverðar í skólanum. Einnig mætti gera könnun meðal nemenda á unglingastigi í Dalvíkurskóla.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
 • Felix Rafn Felixson varaformaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs