Fundagerð aðalfundar Foreldrafélags Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202011026

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 253. fundur - 11.11.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fundargerð aðalfundar Foreldrafélags Dalvíkurskóla.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð leggur til við skólastjóra Dalvíkurskóla að lögð verði fyrir könnun til að kanna hug foreldra um fyrirkomulag nestismála/morgunverðar í skólanum. Einnig mætti gera könnun meðal nemenda á unglingastigi í Dalvíkurskóla.

Fræðsluráð - 279. fundur - 08.02.2023

Tekin fyrir fundagerð frá foreldrafélagi Dalvíkurskóla dags. 14.10.2020.
Fræðsluráð, leggur til við sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, að skoða möguleika og koma með hugsanlegar lausnir til að bjóða uppá morgunmat fyrir nemendur í Dalvíkurskóla.

Fræðsluráð - 282. fundur - 14.06.2023

Snæþór Arnþórsson, fór af fundi kl. 10:45
Tekin fyrir fundagerð frá foreldrafélagi Dalvíkurskóla dags. 14.10.2020. Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir málið.
Fræðsluráð felur sviðsstjóra að finna lausnir á óvissuþáttum og fá endanlegt tilboð frá Blágrýti í morgunmat fyrir nemendur í Dalvíkurskóla.
Snæþór Arnþórsson, Kom inn á fund 10:50