Endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 240. fundur - 28.08.2019

Formaður fræðsluráðs leggur til að skólastefna Dalvíkurbyggðar verði tekin til endurskoðunar á næsta fjárhagsári.
Fræðsluráð leggur til að skólastefna Dalvíkurbyggðar verði endurskoðuð á næsta fjárhagsári.

Á þriggja til sex ára fresti er mikilvægt að gera ráð fyrir ítarlegri endurskoðun á stefnunni þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir til og stefnan sjálf og meginmarkmið hennar eru tekin til skoðunar. Það er ekki endilega í þeim tilgangi að kúvenda stefnunni og byrja upp á nýtt, heldur til að gæta þess að hún sé í takt við þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu og að hún endurspegli breyttar áherslur og væntingar hagsmunaaðila.

https://www.samband.is/media/stefnumotun-i-skolamalum/Skolastefna-stora.pdf

Fræðsluráð - 246. fundur - 12.02.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kynntu hugmyndir er varða vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að skipulagi vegna vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.

Fræðsluráð - 247. fundur - 11.03.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir framkvæmdaráætlun á vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 248. fundur - 08.04.2020

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu og menningarsviðs kynnti nefndarmönnum áframhaldandi vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð er sammála því að vinna við endurskoðun á skólastefnu verði haldið áfram í fjarfundi og verður það gert í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Fræðsluráð - 249. fundur - 13.05.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu á vinnu og næstu skref við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 250. fundur - 12.08.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála á vinnu við endurskoðun á skólastefnu (menntastefnu) Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 251. fundur - 09.09.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 252. fundur - 06.10.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 253. fundur - 11.11.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu á vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 254. fundur - 09.12.2020

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir stöðu á vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti fræðsluráð um stöðu á vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar. Á fræðsluráðsfundi í janúar verða lögð fyrir drög að skólastefnu til umsagnar og skoðunar.

Fræðsluráð - 255. fundur - 13.01.2021

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu á vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram ti kynningar. Vinnan gengur vel og áætlað er að þeirri vinnu ljúki í vor.

Fræðsluráð - 256. fundur - 10.02.2021

Katrín Sigurjónsdóttir sveitastjóri kom inn á fundinn kl. 08:10
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 257. fundur - 10.03.2021

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu mála varðandi vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 259. fundur - 14.04.2021

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðu á vinnu við endurskoðun á Skólastefnu/Menntastefnu Dalvíkurbyggðar
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 260. fundur - 12.05.2021

Menntastefna Dalvíkurbyggðar lögð fyrir fræðsluráð.

Gunnar Gíslason, forstöðumaður skólaþróunarsviðs Háskólans á Akureyri, kynnti stefnuna og fór yfir helstu þætti hennar.
Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með fimm greiddum atkvæðum framlagða Menntastefnu Dalvíkurbyggðar og vísar henni til afgreiðslu í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar vill þakka öllum þeim sem komu að vinnu við Menntastefnu Dalvíkurbyggðar fyrir vel unnin störf og metnaðarfulla vinnu.

Fræðsluráð - 261. fundur - 09.06.2021

Gísli Bjarnason fór yfir vinnu við innleiðingarferli á nýrri Menntastefnu Dalvíkurbyggðar sem lögð verður fyrir sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar í júní.
Lagt fram til kynningar

Sveitarstjórn - 337. fundur - 15.06.2021

Á 261. fundi fræðsluráðs þann 9. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason fór yfir vinnu við innleiðingarferli á nýrri Menntastefnu Dalvíkurbyggðar sem lögð verður fyrir sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar í júní. Lagt fram til kynningar."
Til máls tóku:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðsluráðs að Menntastefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.
Sveitarstjórn færir vinnuhópnum, starfsfólki skólanna og samfélaginu þakkir vegna vinnu og aðkomu að stefnunni.