Umferðarfræðsla í Grunnskóla

Málsnúmer 201906018

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 239. fundur - 12.06.2019

Tekið fyrir erindi sem barst í tölvupósti frá Felix Rafn Felixsyni varðandi umferðarfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins og hvort mögulegt sé að taka hana markvisst upp aftur.
Fræðsluráð hvetur grunnskólana til þess að skoða hvort mögulegt sé að taka upp markvissa umferðarfræðslu og tryggja þannig að þessum námsþætti sé sinnt.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Arna Arngrímsdóttir og Telma Björg Þórarinsdóttir komu til fundar kl. 08:40

Fræðsluráð - 253. fundur - 11.11.2020

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Hjördís Jóna Bóasdóttir deildastjóri fóru yfir hvernig umferðarfræðslu er háttað í Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.
Fræðsluráð þakkar Friðriki og Hjördísi fyrir upplýsingarnar og ráðið telur afar mikilvægt að lögregla komi að þessari fræðslu í samstarfi við skólana.
Felix Rafn Felixson fór af fundi 09:30.