Viðbrögð skóla við kórónuveiru COVID - 19

Málsnúmer 202003021

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 247. fundur - 11.03.2020

Stjórnendur skólanna fóru yfir þau viðbrögð sem skólarnir viðhöfðu í að forðast smit við kórónuveiru COVID - 19
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 253. fundur - 11.11.2020

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots upplýstu fræðsluráð hvernig skólarnir skipulögðu sitt starf í skertu samkomubanni og auknum sóttvörnum.
Fræðsluráð þakkar starfsfólki skólanna fyrir vel unnin störf, þrautseigju, útsjónarsemi og gott upplýsingaflæði við erfiðar aðstæður.