Fræðsluráð

246. fundur 12. febrúar 2020 kl. 08:00 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Fundinn sátu einnig: Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri Krílakots, Gréta Arngrímsdóttir, fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla, Margrét Eiríksdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla, Bjarni jóhann Valdimarsson, áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Arna Arngrímsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti.

1.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar.

2.Skóladagatöl fyrir 2020 - 2021

Málsnúmer 202002018Vakta málsnúmer

Stjórnendur leik - og grunnskóla fóru yfir fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2020 - 2021.
Fræðsluráð leggur til að leik-grunn- og tónlistarskóli reyni eftir fremsta megni að samræma skóladagatöl fyrir skólaárið 2020 - 2021, sérstaklega þó skipulagsdaga skólanna.
Stefnt er að því að leggja skóladagatöl skólanna fullbúin fyrir næsta fund ráðsins.

3.Menntun til framtíðar

Málsnúmer 202002019Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu þætti úr skýrslu frá Menntamálaráðuneytinu - Menntun til framtíðar dags. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar

4.Endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kynntu hugmyndir er varða vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Fræðsluráð felur Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að skipulagi vegna vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.

5.Skipulag stjórnunar í Árskógarskóla

Málsnúmer 202002021Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti tillögu á skipulagi stjórnunar í Árskógarskóla í samráði við vinnuhóp um sérfræðiþjónustu skólanna í Dalvíkurbyggð.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði til í samráði við vinnuhóp um sérfræðiþjónustu skóla að Friðrik Arnarson verði ráðinn ótímabundið sem skólastjóri Árskógarskóla auk skólastjórnunar Dalvíkurskóla.

Fræðsluráð er sammála þeirri tillögu og telur að með því að hafa einn stjórnanda yfir báðum skólunum séu miklir möguleikar til samstarfs sem nýtist bæði nemendum og starfsfólki. Með þessu fyrirkomulagi fæst stöðugleiki í skólastarfið til framtíðar.
Þessu fyrirkomulagi er vísað til staðfestingar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson fór af fundi kl. 09:17

6.Skólaþjónusta

Málsnúmer 202002020Vakta málsnúmer

Umræður um þær kynningar á þjónustu sem fræðsluráð hefur fengið frá ráðgjafarfyrirtækjum um skólaþjónustu.
Fræðsluráð tók umræðu á fundinum um kynningar frá ráðgjafarfyrirtækjum um skólaþjónustu. Sviðsstjóra er falið að vinna málið áfram í samvinnu við stjórnendur skólanna samkvæmt þeim umræðum sem fóru fram á fundinum.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom aftur inn á fund kl. 09:45.

7.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fór í heimsókn í Dalvíkurskóla kl. 10:00.
Fræðsluráð þakkar fyrir góðar móttökur í Dalvíkurskóla

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs