Tímarammi fyrir fjárhagsáætlunargerð

Málsnúmer 201808075

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 220. fundur - 28.08.2018

Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram og kynntu tímaramma fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019. Í lok ágúst mun Byggðarráð leggja fram drög að fjárhagsrömmum fyrir hvert svið. Stjórnendur skila fjárhagsáætlun og starfsáætlun til fjármála- og stjórnsýslustjóra um miðjan september 2018. Fyrri umræða verður í sveitarstjórn í lok október og síðar umræða fer fram um miðjan nóvember 2018.
Einnig var farið yfir samantekt um fjárhagsáætlunarferlið sem samþykkt var í sveitarstjórn 21.03.2017. Þar er farið yfir markmiðum með rammafjárhagsáætlun sem unnið er eftir, lýsing er á vinnuferli fjárhagsáætlunagerðar, hlutverkum ráðanna, starfsmanna og sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 221. fundur - 18.09.2018

Félagsmálastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019.
Félagsmálaráð gerði ekki athugasemdir við framkomin gögn og samþykkir drög að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs fyrir árið 2019.