Forvarnarstefna og aðgerðaráætlun

Málsnúmer 201404122

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 177. fundur - 30.04.2014

Á fund félagsmálaráðs voru boðaðir samstarfsaðilar forvarnastefnu Dalvíkurbyggðar. Marinó Þorsteinsson, formaður vinnuhóps forvarnarstefnu ásamt Lilju Björk Ólafsdóttur kynntu vinnuna við gerð forvarnarstefnunnar og áhersluatriði. Félagsmálastjóri kynnti forvarnarverkefnin sem félagsmálasvið hefur verið að vinna að undanfarið.
Samþykkt var að þessi hópur myndi funda 2x á ári til að fara yfir stöðuna og kynna forvarnir sínar.Einnig var ákveðið að félagsmálasvið hefði heimild til að kalla til hópsins ef upp kæmu sérstök mál í sveitarfélaginu sem bregðast þyrfti við. Almenn ánægja var með nýja forvarnarstefnu og allir viðstaddir lýstu yfir samstarfsvilja.

Félagsmálaráð - 184. fundur - 13.01.2015

Félagsmálaráð fór yfir forvarnarstefnuna.
Félagsmálaráð skipar þrjá fulltrúa í vinnuhóp til þess að halda utan um forvarnarstefnuna og koma á fundi með samstarfsaðilum.

Félagsmálaráð - 220. fundur - 28.08.2018

Farið var yfir forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins og aðgerðaráætlun forvarnarstefnu sveitarfélagsins.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum að boða til fundar félögin sem tilgreind eru í forvarnarstefnunni.