Jafnlaunavottun

Málsnúmer 201710074

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 220. fundur - 28.08.2018

Erindi barst frá Hagstofunni þann 20.júní sl. varðandi launarannsókn Hagstofunnar um jafnlaunavottun. Í áliti allsherjar- og menntamálanefndar dags. 30.maí 2017 var lögð áhersla á að þar sem verið væri að lögfesta skyldu fyrirtækja og stofnana til að nota jafnlaunastaðalinn er búið að tryggja sérstakan lesaðgang að staðlinum ÍST 85 Jafnlaunakerfi - kröfur og leiðbeiningar, notendum að kostnaðarlausu.
Fjármála og stjórnsýslustjóri, launafulltrúi og félagsmálastjóri hafa nú þegar hafið vinnu við að uppfylla kröfur um jafnlaunavottun.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 910. fundur - 13.06.2019

Í óformlegum vinnuhópi fyrir jafnlaunavottun eru sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, launafulltrúi og sviðsstjóri félagsmálasviðs. Vinnuhópurinn hefur nú þegar hafið vinnu við að uppfylla kröfur um jafnlaunavottun en þeirri vinnu þarf að ljúka fyrir lok árs 2019.

Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs sagði frá námskeiði um jafnlaunavottun sem hún og launafulltrúi sátu á Akureyri í 17. maí s.l. og stöðu mála.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilboðum í ráðgjöf og aðstoð við gerð jafnlaunavottunar annars vegar og hins vegar í jafnlaunavottun.

Byggðaráð - 913. fundur - 25.07.2019

Á 910. fundi byggðaráðs þann 13. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Í óformlegum vinnuhópi fyrir jafnlaunavottun eru sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, launafulltrúi og sviðsstjóri félagsmálasviðs. Vinnuhópurinn hefur nú þegar hafið vinnu við að uppfylla kröfur um jafnlaunavottun en þeirri vinnu þarf að ljúka fyrir lok árs 2019. Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs sagði frá námskeiði um jafnlaunavottun sem hún og launafulltrúi sátu á Akureyri þann 17. maí s.l. og stöðu mála. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilboðum í ráðgjöf og aðstoð við gerð jafnlaunavottunar annars vegar og hins vegar í jafnlaunavottun. "


a) Tilboð í ráðgjöf

Óskað var eftir tilboðum frá 6 aðilum og bárust svör frá 3.

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga er lagt til að gengið verði til samninga við Attentus um ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunavottun fyrir Dalvíkurbyggð.

b) Tilboð í jafnlaunavottun

Óskað var eftir tilbðum frá 4 aðilum og bárust svör frá 3.

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga er lagt til að gengið verði til samninga við iCert um jafnlaunavottun.

c) Viðauki vegna jafnlaunavottunar

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 23. júlí 2019 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna aðkeyptrar þjónustu við jafnlaunavottun, sbr. liðir a) og b) hér að ofan, að upphæð kr. 2.000.000 við deild 21600 og lykill 4391. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á lið 13800-9145 um kr. 2.000.000.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að samið verði við Attentus á grundvelli fyrirliggjandi gagna og uppýsinga og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og undirritun hans.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að samið verði við iCert á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og undirritun hans.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við 21600-4391 að upphæð kr. 2.000.000 við fjárhagsáætlun 2019, viðauki 19/2019, og að honum sé mætt með lækkun á lið 13800-9145 um sömu fjárhæð.