Félagsmálaráð

212. fundur 14. nóvember 2017 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Jóhannes Tryggvi Jónsson aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Rúna Kristín Sigurðardóttir boðaði forföll og varamaður hennar Eva Björg Guðmundsdóttir kom í hennar stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201711003Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201711003
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201710110Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201710110
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201710075Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201710075
Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201711033Vakta málsnúmer

Jóhannes Tryggvi Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl 8:22

Trúnaðarmál 201711033

Jóhannes Tryggvi Jónsson kom aftur inná fund kl 8:40
Bókað í trúnaðarmálabók

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201711034Vakta málsnúmer

Eyrún Rafnsdóttir vék af fundi kl 9:15 vegna vanhæfis.

Trúnaðarmál 201711034

Eyrún Rafnsdóttir kom inná fund kl 9:40.
Bókað í trúnaðarmálabók

6.Jólaaðstoð 2017

Málsnúmer 201711032Vakta málsnúmer

Farið var yfir viðmið er félagsmálaráð setti sér fyrir síðustu jól um jólaaðstoð til einstaklinga sem hafa verið með fastan framfærslustyrk frá Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð samþykkir viðmiðin og leggur til að bætt verði við fastri upphæð fyrir hvert barn yngra en 18 ára.

7.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2018

Málsnúmer 201711014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu sem barst í október 2017. Óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir Kvennaathvarið að upphæð 400.000,- Fram kemur í erindi Kvennaathvarfsins að á undanförnum árum hafi aðsókn að dvöl í Kvennaathvarfinu aukist mjög mikið og er nú svo komið að mikil þrengsli eru jafnan í húsinu og mikil þörf orðin á að kaupa eða byggja nýtt hús fyrir starfsemina. Ákveðið hefur verið að láta það hafa forgang að byggja litlar íbúðir, áfangaheimili fyrir dvalarkonur. Átakið á allra vörum gekk vel og söfnuðust nærri 80 milljónir í þetta verkefni. Vegna aukinnar aðsóknar í athvarfinu hefur þurft að fjölga starfsfólki og reynt hefur verið að auka fjölbreytni í þjónustu. Markmið Kvennaathvarfsins er að veita skjól fyrir konur og börn þeirra, bjóða upp á stuðningsviðtöl og ráðinn hefur verið lögfræðingur til aðstoðar við konurnar til að ráða sínum málum.
Félagsmálaráð hafnar erindinu samhljóða.

8.Um fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018

Málsnúmer 201710071Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Stígamótum dags. 15.10 2017 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til félagsins.
Félagsmálaráð hafnar erindinu með öllum greiddum atkvæðum. Með þeim rökum að Stígamót veitir ekki þjónustu í Dalvíkurbyggð.

9.Forvarnir

Málsnúmer 201604057Vakta málsnúmer

Farið var yfir tillögur frá vinnuhópi sem í sitja fulltrúi félagsþjónustu, fræðslusviðs, heilsugæslu og grunnskólans á Dalvík um forvarnarfræðslu fyrir síðustu mánuði ársins 2017 og ársins 2018. Lagt er til að fá fræðslu fyrir unglinga og foreldra þeirra; um rafsígarettur, mikilvægi þess að setja börnum mörk, sjálfsstyrkingu fyrir stelpur og stráka, sjálfsvirðingu. Félagsmálastjóri ætlaði að vera í samvinnu við leikskólana um forvarnarfræðslu í leikskólum og búið er að óska eftir fundi með stjórn félags eldri borgara um forvarnir í þeirra hópi.
Einnig var farið yfir forvarnaráætlun Dalvíkurbyggðar og rætt um fund með samstarfsaðilum.
Félagsmálaráð samþykkir hugmyndir vinnuhópsins um forvarnir fyrir árið 2017-2018 og fagnar þessari samvinnu sviðanna. Félagsmálaráð leggur til að formönnum félaga í Dalvíkurbyggð verði sent bréf í stað þess að boða til fundar þar sem minnt er á mikilvægi forvarna hjá félögunum og að félögin geti sent inn hugmyndir af forvarnarverkefnum fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og senda félagsmálaráði upplýsingar um þau forvarnarverkefni sem unnið hefur verið að innan hvers félags.

10.Ferðaþjónusta fatlaðra

Málsnúmer 201304055Vakta málsnúmer

Farið yfir reglur um ferðaþjónustu fatlaðra.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Jóhannes Tryggvi Jónsson aðalmaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi