Ferðaþjónusta fatlaðra

Málsnúmer 201304055

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 211. fundur - 10.10.2017

Lögð voru fram drög að nýjum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra sem eru unnar í samvinnu við félagsþjónustu Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar og starfsmönnum falið að vinna áfram reglurnar miðað við umræður á fundinum. Tekið fyrir á næsta fundi.

Félagsmálaráð - 212. fundur - 14.11.2017

Farið yfir reglur um ferðaþjónustu fatlaðra.
Frestað til næsta fundar.

Félagsmálaráð - 214. fundur - 09.01.2018

Jóhannes Jónsson vék af fundi kl 9:58
Silja Pálsdóttir vék af fundi kl 10:10

Á 211. fundi félagsmálaráðs þann 10. október 2017 voru lögð fram drög að nýjum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra fyrir Dalvíkurbyggð. Bókun félagsmálaráðs var eftirfarandi: "Lagt fram til kynningar og starfsmönnum falið að vinna áfram reglurnar miðað við umræður á fundinum. Tekið fyrir á næsta fundi".

Tekið var fyrir drög að reglunum að nýju miðað við breytingartillögur félagsmálaráðs á síðasta fundi.
Félagsmálaráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Dalvíkurbyggð.