Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2018

Málsnúmer 201711014

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 212. fundur - 14.11.2017

Tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu sem barst í október 2017. Óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir Kvennaathvarið að upphæð 400.000,- Fram kemur í erindi Kvennaathvarfsins að á undanförnum árum hafi aðsókn að dvöl í Kvennaathvarfinu aukist mjög mikið og er nú svo komið að mikil þrengsli eru jafnan í húsinu og mikil þörf orðin á að kaupa eða byggja nýtt hús fyrir starfsemina. Ákveðið hefur verið að láta það hafa forgang að byggja litlar íbúðir, áfangaheimili fyrir dvalarkonur. Átakið á allra vörum gekk vel og söfnuðust nærri 80 milljónir í þetta verkefni. Vegna aukinnar aðsóknar í athvarfinu hefur þurft að fjölga starfsfólki og reynt hefur verið að auka fjölbreytni í þjónustu. Markmið Kvennaathvarfsins er að veita skjól fyrir konur og börn þeirra, bjóða upp á stuðningsviðtöl og ráðinn hefur verið lögfræðingur til aðstoðar við konurnar til að ráða sínum málum.
Félagsmálaráð hafnar erindinu samhljóða.