Félagsmálaráð

263. fundur 08. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Lilja Guðnadóttir boðaði forföll og Felix Rafn Felixson varamaður kom í hennar stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202205047Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202205047


Bókað í trúnaðarmálabók

2.Gjaldskrár árið 2023

Málsnúmer 202211031Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags 31.10.2022 frá 1045 fundi byggðaráðs. Þar er bókað að farið hafi verið yfir tillögur frá fagráðum og stjórnendum vegna breytinga á gjaldskrám á milli ára. Byggðaráð leggur til að allar gjaldskrár séu almennt eða að jafnaði hækkaðar um 9% í stað 4,9%
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hækka gjaldskrár um 9% að undanskilinni fjárhagsaðstoð sem hækkar um 7%. Starfsmönnum falið að afla upplýsinga um gjaldskrár og hækkanir annarra sveitarfélaga til samanburðar.

3.Fjárhagsáætlun 2023; ósk um aukið fjármagn vegna félagsstarfs

Málsnúmer 202206072Vakta málsnúmer

Á 260. fundi félagsmálaráðs sem haldinn var 08.09.2022 var erindi þetta fyrst tekið fyrir, en leiðbeinendur í félagsstarfi 60 ára og eldri sem og öryrkja í Dalvíkurbyggð óskuðu eftir auknu fjármagni til að hægt verði að bjóða upp á þrjá opnunardaga í viku á Dalbæ í stað tveggja.
Félagsmálaráð hafnar erindinu en vísar til endurskoðununar á samningi um dagþjónustu við Dalbæ sem á að endurskoða árið 2023 í samráði við forstöðumann Dalbæjar.

4.Fjárhagsáætlun 2023; beiðni um styrk

Málsnúmer 202206066Vakta málsnúmer

Á 260. fundi félagsmálaráðs dags. 08.09.2022 var erindi frá félagi eldri borgara fyrst tekið fyrir en þau óska eftir styrk til að betrumbæta í Mímisbrunni.
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með 5 greiddum atkvæðum að veita styrk að upphæð 200.000,- af lið 02-40-9145.

5.Umsókn um endurgreiðslu úr ríkissjóði v. flóttamanna

Málsnúmer 202211007Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Dalvíkurbyggð í nóvembermánuði 2022 til Fjölmenningarseturs vegna endurgreiðslna úr ríkissjóði vegna aðstoðar við erlenda ríkisborgara.
Lagt fram til kynningar.

6.Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna fjárhagsaðstoðar við erlenda ríkisborgara

Málsnúmer 202211028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 03.11.2022 frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga um endurgreiðslur vegna fjárhagsaðstoðar við erlenda ríkisborgara. Fram kemur í bréfi þessu að fjárhagsaðstoð sem nýtt er í ráðningarstyrki verði endurgreidd, með því skilyrði að fyrir liggi samningur á milli VMST, sveitarfélags og atvinnurekanda
Lagt fram til kynningar.

7.Framlag vegna barna með fjölþættan vanda, einskiptis aðgerðir 2022

Málsnúmer 202210100Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 18.10.2022 frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu en áformað er að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem vistuð hafa verið utan heimilis árið 2022 á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að úthlutun fjármagns fyrir árið 2022 verði eins og fyrir árið 2021 bundinn við niðurstöðu sérfræðingateymis vegna barna með fjölþættan vanda, sbr. 20. gr. laga nr. 38/2018, m.v.t. til 21. gr. sömu laga. Um er að ræða börn sem sérfræðingateymið hefur staðfest að þurfi vegna fötlunar sinnar annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra.
Um er að ræða einskiptisaðgerð vegna ársins 2022
Lagt fram til kynningar.

8.Samráð um frumvarp til breytina á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga

Málsnúmer 202211029Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 02.11.2022 frá Innviðaráðuneytinu sem vekur athygli á því að birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til breytinga á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Tilgangur frumvarpsins er að leggja til lágmarksbreytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga og öðrum lögum sem miða að því að færa innheimtu meðlaga frá sveitarfélögum til ríkisins.
Lagt fram til kynningar.

9.Hagstofuskýrsla 2021 málefni fatlaðra

Málsnúmer 202210025Vakta málsnúmer

Tekin fyrir skýrsla félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar til Hagstofu Íslands um málefni fatlaðra fyrir árið 2021
Lagt fram til kynningar.

10.Hagstofuskýrsla 2021- félagsþjónusta

Málsnúmer 202210026Vakta málsnúmer

Tekin fyrir skýrsla félagsþjónustu Dalvíkurbyggðar til Hagstofu Íslands um félagsþjónustu fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Kynning á sálfræðiþjónustu, Værð

Málsnúmer 202211030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 01.11.2022 frá Valdísi Ósk Jónsdóttur sem er að kynna Værð, sálfræði og ráðgjafarþjónustu. Boðið er upp á fjarviðtöl fyrir börn og unglinga. Tilgangur fjarþjónustunnar er að bjóða börnum, ungmennum og fullorðnum upp á aukið aðgengi að meðferð og ráðgjöf hjá löggildum sálfræðingum. Værð sérhæfir sig í fjarviðtölum sem fara fram í gegnum myndfundi þar sem skjólstæðingur og sálfræðingur eiga í samskiptum á öruggan hátt í gegnum veraldarvefinn.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi