Gjaldskrár árið 2023

Málsnúmer 202211031

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 263. fundur - 08.11.2022

Tekið fyrir erindi dags 31.10.2022 frá 1045 fundi byggðaráðs. Þar er bókað að farið hafi verið yfir tillögur frá fagráðum og stjórnendum vegna breytinga á gjaldskrám á milli ára. Byggðaráð leggur til að allar gjaldskrár séu almennt eða að jafnaði hækkaðar um 9% í stað 4,9%
Félagsmálaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hækka gjaldskrár um 9% að undanskilinni fjárhagsaðstoð sem hækkar um 7%. Starfsmönnum falið að afla upplýsinga um gjaldskrár og hækkanir annarra sveitarfélaga til samanburðar.