Framlag vegna barna með fjölþættan vanda, einskiptis aðgerðir 2022

Málsnúmer 202210100

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 263. fundur - 08.11.2022

Tekið fyrir erindi dags. 18.10.2022 frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu en áformað er að veita framlag úr ríkissjóði til að standa straum af hluta kostnaðar sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda og/eða miklar þroska- og geðraskanir sem vistuð hafa verið utan heimilis árið 2022 á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að úthlutun fjármagns fyrir árið 2022 verði eins og fyrir árið 2021 bundinn við niðurstöðu sérfræðingateymis vegna barna með fjölþættan vanda, sbr. 20. gr. laga nr. 38/2018, m.v.t. til 21. gr. sömu laga. Um er að ræða börn sem sérfræðingateymið hefur staðfest að þurfi vegna fötlunar sinnar annars konar og meiri þjónustu en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra.
Um er að ræða einskiptisaðgerð vegna ársins 2022
Lagt fram til kynningar.