Kynning á sálfræðiþjónustu, Værð

Málsnúmer 202211030

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 263. fundur - 08.11.2022

Tekið fyrir erindi dags. 01.11.2022 frá Valdísi Ósk Jónsdóttur sem er að kynna Værð, sálfræði og ráðgjafarþjónustu. Boðið er upp á fjarviðtöl fyrir börn og unglinga. Tilgangur fjarþjónustunnar er að bjóða börnum, ungmennum og fullorðnum upp á aukið aðgengi að meðferð og ráðgjöf hjá löggildum sálfræðingum. Værð sérhæfir sig í fjarviðtölum sem fara fram í gegnum myndfundi þar sem skjólstæðingur og sálfræðingur eiga í samskiptum á öruggan hátt í gegnum veraldarvefinn.
Lagt fram til kynningar.