Félagsmálaráð

185. fundur 12. febrúar 2015 kl. 12:30 - 15:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla Franklín Karlsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs og þroskaþjálfi
Dagskrá
Fulltrúar frá Ungmennaráði koma á fundinn kl. 13:15

Hildur Birna Jónsdóttir vék af fundi kl 13:45 vegna vinnu.

1.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Erindi barst frá ungmennaráði Dalvíkurbyggðar um að koma inn á fund félagsmálaráðs og kynna sína starfsemi. Tilgangur ungmennaráðs er að þjálfa ungmenni í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa þeim vettvang til að koma á framfæri hagsmunamálum, skoðunum og áherslum ungs fólks á aldrinum 14-20 ára í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð þakkar Ungmennaráði fyrir kynninguna og hlakkar til að eiga samstarf við nefndina.
Tveir nefndarmenn þeir Eiður Máni Júlíusson og Patrekur Óli Gústafsson úr ungmennaráði kynntu starfsemi ráðsins. Ungmennaráð kom inn á fund kl 13:15 og véku af fundi 13:30.

2.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál.

Málsnúmer 201502054Vakta málsnúmer

Innkomið erindi frá nefndarsviði Alþingis dags 9.febrúar 2015 sl. þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416.mál.
Félagsmálaráð finnst jákvætt að það sé verið að horfa til virkni fólks með þessu frumvarpi.

3.Námskeið fyrir félagsmálanefndir 2015

Málsnúmer 201502066Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. janúar 2015 þar sem Sambandið, í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga og velferðarráðuneytið, bjóði upp á námskeið fyrir kjörna fulltrúa sem valdir eru í félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu. Þessi námskeið eru liður í almennu námskeiðahaldi sambandsins í kjölfar sveitarstjórnarkosninga.


Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að skrá ráðið á námskeiðið.

4.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 201502067Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram gjaldskrár sviðsins, vegna leiguíbúða, heimilisþjónustu, lengdrar viðveru, sumarfjörs.
Félagsmálaráð leggur til að hækka gjaldskrár um 3.4% yfir heildina, bæta við fastagjaldi í heimilisþjónustu og hækka húsaleigu um 15% ef einstaklingar eru með tekjur yfir tekju- og eignamörkum leiguíbúða. Einnig að bæta við sektargjaldi í lengdri viðveru og sumarfjöri. Einnig verður framfærslukvarði fjárhagsaðstoðar hækkaður um 3,4%.

5.Rekstrarkostnaður vegna félagsþjónustu sveitarfélaga 2013

Málsnúmer 201502068Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi félagsþjónustuskýrsluna að hún myndi berast á næstu misserum í rafrænu formi og verið er að bíða eftir að öll skýrslan sé tilbúin.
Lagt fram til kynningar

6.Heilsueflandi félagsþjónusta

Málsnúmer 201502069Vakta málsnúmer

Erindi barst 14. janúar frá Gísla Rúnari Gylfasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, þar sem óskað er upplýsinga um hvort:
- gerðar hafi verið stefnumarkandi breytingar á sviði félagsþjónustu sem og hvaða tækifæri félagsmálasvið sjái á framþróun/breytingum á félagsþjónustusviði þegar kemur að verkefninu Heilsueflandi samfélag.
Félagsmálastjóri kynnti fyrir félagsmálaráði hvaða verkefni unnin hafa verið á sviðinu og hvert er stefnt.

Félagsmálaráð telur að félagsþjónustusvið sé að flétta heilsueflingu inn í þjónustu við notendur sína og fagnar nýjum hugmyndum til framþróunar.

7.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201502070Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar

Fundi slitið - kl. 15:00.

Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir og Þórhalla Franklín Karlsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs og þroskaþjálfi