Námskeið fyrir félagsmálanefndir 2015

Málsnúmer 201502066

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 185. fundur - 12.02.2015

Erindi barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. janúar 2015 þar sem Sambandið, í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga og velferðarráðuneytið, bjóði upp á námskeið fyrir kjörna fulltrúa sem valdir eru í félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu. Þessi námskeið eru liður í almennu námskeiðahaldi sambandsins í kjölfar sveitarstjórnarkosninga.


Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að skrá ráðið á námskeiðið.