Heilsueflandi félagsþjónusta

Málsnúmer 201502069

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 185. fundur - 12.02.2015

Erindi barst 14. janúar frá Gísla Rúnari Gylfasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, þar sem óskað er upplýsinga um hvort:
- gerðar hafi verið stefnumarkandi breytingar á sviði félagsþjónustu sem og hvaða tækifæri félagsmálasvið sjái á framþróun/breytingum á félagsþjónustusviði þegar kemur að verkefninu Heilsueflandi samfélag.
Félagsmálastjóri kynnti fyrir félagsmálaráði hvaða verkefni unnin hafa verið á sviðinu og hvert er stefnt.

Félagsmálaráð telur að félagsþjónustusvið sé að flétta heilsueflingu inn í þjónustu við notendur sína og fagnar nýjum hugmyndum til framþróunar.