Bréf frá ríkisendurskoðun - stjórnsýsluúttekt framkvæmd alga nr. 382018 um þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 202106027

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 251. fundur - 08.06.2021

Tekið fyrir rafbréf dags 19. maí 2021 frá Ríkisendurskoðun þar sem óskað er eftir að stjórnsýsluúttekt á framkvæmd laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk. Erindinu var svarað sameiginlega af þjónustusvæði málefna fatlaðra í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 252. fundur - 31.08.2021

Tekinn fyrir rafpóstur, dags. 23.06.2021, frá Félagsmálaráðuneytinu. Starfandi eru tveir starfshópar félags- og barnamálaráðherra sem eru m.a. að skoða þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Annar starfshópurinn hefur það verkefni að gera heildarendurskoðun á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Hinn starfshópurinn sér um greiningu á kostnaðarþróun sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk. Meðal annars hefur starfshópurinn það hlutverk að vinna samantekt um raunkostnað sveitarfélaganna árin 2018, 2019 og 2020 vegna þjónustu við fatlað fólk. Einnig að leggja sérstakt mat á kostnaðaráhrif laga- og reglugerðabreytinga og stjórnvaldsfyrirmæla í þessum málaflokki undanfarin ár, í samræmi við samkomulag um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2021-2025 á grundvelli 11. gr. laga um opinber fjármál.
Einnig var tekin fyrir skýrsla sem skilað var frá þjónustusvæðinu Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.