Félagsmálaráð

247. fundur 09. febrúar 2021 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202101117Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202101117

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202102054Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202102054

Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202102056Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202102056

Bókað í trúnaðarmálabók

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202101019Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202101019

Bókað í trúnaðarmálabók

5.Beiðni um upplýsingar um heimilslaust fólk og fólk í húsnæðishraki

Málsnúmer 202101073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Hagstofu Íslands dags. 12.01.2021 þar sem óskað er eftir upplýsingum um heimilislaust fólk og fólk í húsnæðishraki. Í bréfinu kemur fram að Hagstofan framkvæmi manntal og húsnæðistal hinn 1. janúar ár hvert og er það byggt á skrám í vörslu opinberra aðila. Þar sem heimilislausir eru ekki skráðir í miðlægar stjórnsýsluskrár er hætta á að sá hópur verði útundan. Óskað er eftir upplýsingum um heimilislausa á starfssvæði félagsþjónustunnar.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að svara erindinu.

6.Bréf frá félagsmálaráðuneyti - sérfræðingateymi vegna barna með fjölþættan vanda - umsóknarform

Málsnúmer 202101037Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar rafbréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 12.01.2021. Skipað hefur verið sérfræðingateymi sem skal vera sveitarfélögum til ráðgjafar um viðeigandi þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir, sem þurfa á annars konar og meiri þjónustu að halda en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra í samræmi við 20.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Áður en leitað er ráðgjafar sérfræðingateymis skal hafa verið gert heildstætt mat á þjónustuþörf barns og einstaklingsbundin þjónustuáætlun.
Lagt fram til kynningar.

7.Stöðuskýrslur uppbyggingarteymis

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar stöðuskýrsla frá teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar Covid-19 dags. 28.01.2021.
Fram kemur í skýrslunni að almennt atvinnuleysi á Íslandi hafi verið 10,7% í desember. Vanlíðan, kvíði og fjárhagslegar áhyggjur eru þeir þættir sem félagasamtök segja einkenna stóran hóp skjólstæðinga sem til þeirra leita í stuðningsþjónustu.
Einnig kemur fram að forráðamenn 34% barna af tekjulágum heimilum sem rétt eiga til sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja hafi athugað rétt sinn hjá island.is
Lagt fram til kynningar.

8.Myndbönd um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna

Málsnúmer 202102053Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 15.01.2021 en vakin er athygli á myndböndum sem Landssamtökin Þroskahjálp hafa unnið um réttindi fatlaðra barna og talsett á fjögur tungumál auk íslensku, spænsku, arabísku, pólsku og ensku. Myndböndin urðu til við verkefni unnin með styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála og fól í sér mjög viðtækt samtal um málefni fatlaðra barna af erlendum uppruna. Fram kom á málþingi sem haldið var 2019 að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna eru oft ekki nægilega vel upplýst um réttindi barna sinna. Hægt er að sjá myndböndin á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

9.Mánaðarlega skýrslur bókhalds 2021 vs. áætlun fyrir fagráð

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar staða bókhalds félagsmálasviðs fyrir árið 2020 sem og það sem komið er fyrir árið 2021
Lagt fram til kynningar.

10.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 201502070Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir reglur um fjárhagsaðstoð Dalvíkurbyggðar og mikilvægi þess að þær verði endurskoðaðar árið 2021.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsmálasviðs að fara yfir reglurnar og leggja fyrir á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Lilja Guðnadóttir formaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir varaformaður
 • Gunnar Eiríksson aðalmaður
 • Felix Jósafatsson aðalmaður
 • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir
 • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir þroskaþjálfi