Myndbönd um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna

Málsnúmer 202102053

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 247. fundur - 09.02.2021

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 15.01.2021 en vakin er athygli á myndböndum sem Landssamtökin Þroskahjálp hafa unnið um réttindi fatlaðra barna og talsett á fjögur tungumál auk íslensku, spænsku, arabísku, pólsku og ensku. Myndböndin urðu til við verkefni unnin með styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála og fól í sér mjög viðtækt samtal um málefni fatlaðra barna af erlendum uppruna. Fram kom á málþingi sem haldið var 2019 að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna eru oft ekki nægilega vel upplýst um réttindi barna sinna. Hægt er að sjá myndböndin á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.